BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kwame Quee lánaður til Víkinga

01.09.2020 image

Kantmaðurinn Kwame Quee hefur verið lánaður til Víkinga í Reykjavík. Að tímabili loknu rennur samningur Kwame við Breiðablik út og því kveðjum við Blikar þennan skemmtilega leikmann. Hann lék alls 24 mótsleiki fyrir Breiðablik og skoraði í þeim þrjú mörk.

Kwame sem kom frá Víkingi Ólafsvík til okkar fyrir tímabilið í fyrra en náði ekki að tryggja sér fast sæti í Blikaliðinu. Hann var þvi lánaður um mitt mót í fyrra til ReykjavíkurVíkinga í fyrra og stóð sig með sóma. Þar skoraði hann fjögur mörk í tólf leikjum. 

Um leið og við óskum Kwame velfarnaðar í Víkinni þökkum við honum fyrir veruna hjá Breiðabliki og óskum honum góðs gengis í framtíðinni

image

Hér er Kwame Quee að gera sig kláran fyrir dómaraverkefni á Símamótinu 2020

Til baka