BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristinn til Sarpsborg

26.11.2015
Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur náð samkomulagi um vistaskipti Kristins Jónssonar til Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni.
 
Kristinn sem er 25 ára gamall varnarmaður hefur spilað 212 leiki með meistaraflokki og skorað í þeim 15 mörk.
 
Það verður mikil blóðtaka fyrir Blikaliðið að missa Kristinn enda var einn besti leikmaður Pepsí-deildarinnar síðasta sumar.
 
Sarpsborg hefur verið í efstu deild síðan árið 2012 og lenti um miðja deild á síðasta tímabili.
 
Blikar.is kveðja Kristinn með söknuði en óska honum velfarnaðar í Noregi.  
 
Viðtal við Kristinn á Fótbolta.net 11. des 2015
 
-AP

Til baka