BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristinn framlengir til 2022

18.07.2020 image

Kristinn Steindórsson hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir út keppnistímabilið 2022.

Kiddi gerði samning út tímabilið þegar hann kom heim til Breiðabliks í febrúar á þessu ári en hefur nú skrifað undir langtímasamning við félagið.

Kristinn, markahæsti leikmaður Blika í efstu deild frá upphafi, hefur verið frábær síðan hann kom heim í Breiðablik og hefur skorað 5 mörk í 5 leikjum í Pepsi MAX og Mjólkurbikarnum.

Utan vallar miðlar hann svo reynslu sinni og þekkingu til yngri leikmanna.

Við óskum Kristni og Blikum til hamingju með þennan samning og hlökkum til að sjá hann áfram í grænu treyjunni.

image

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks og Kristinn Steindórsson eftir undirritun samningsins. Mynd: blikar.is

Til baka