BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kristinn Steindórs framlengir við Blika

25.02.2023 image

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að einn ástsælasti og markahæsti leikmaður meistaraflokksins, Kristinn Steindórsson, hefður ákveðið að framlengja samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til loka keppnistímabilsins 2024.

Kristinn er uppalinn Bliki og á að baki hvorki fleiri né færri en 232 mótsleiki fyrir Blika og hefur skorað í þeim 76 mörk í öllum mótum. Kristinn er lang markahæstur Blikamanna í efstu deild með 56 mörk í 141 leik. 

Kristni skaut fyrst upp á sjónarsviðið árið 2007 þá aðeins 17 ára gamall. Þá lék hann 19 leiki og skoraði sex mörk. En stjarna hans reis hátt árið 2009 þegar við urðum bikarmeistarar og svo ekki síður 2010 þegar hann myndaði baneitraða framlínu með Alfreð Finnbogasyni. Kristinn skoraði þá 12 mörk í efstu deild og var ein af stjörnum Íslandsmeistara Breiðabliks það árið.

Kristinn hélt í atvinnumennsku árið 2012 og spilaði meðal annars bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Hann kom svo til baka til Íslands árið 2018 og lék með FH þar til hann snéri aftur í heimahagana árið 2020 og fór þá auðvitað að skora eins og engin væri morgundagurinn.

Mörkin í efstu deildinni urðu 6 árið 2020, 11 árið 2021 og svo aftur 6 Íslandsmeistaraárið 2022.

Kristinn á að baki 3 A landsleiki og 27 leiki með yngri landsliðum Íslands. Mörkin í þessum leikjum voru 8. Það eru því gríðarlega góðar fréttir að Kristinn hafi ákveðið að spila áfram í græna búningnum næstu árin!

image

Til baka