BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

KRÍA - Breiðablik fimmtudag kl.19.15 á Valhúsavelli

25.05.2016

Minnum á fyrsta leik meistaraflokks karla í Borgunarbikarnum í ár. Andstæðingar okkar eru KRÍA af Seltjarnarnesi. Leikurinn verður spilaður á Valhúsavellinum Seltjarnarnesi á morgun fimmtudag kl.19.15.

Kría er nýtt knattspyrnulið á Seltjarnarnesi sem mun taka þátt í 4. deild í sumar. Liðið er skipað uppöldum Gróttumönnum og spilar og æfir á Gróttuvelli.
 
Þó er líklegt að Arnar og Kristó tefli fram nokkrum af þeim leikmönnum sem hafa spilaði minna í byrjun keppnistímabilsins.

Við hvetjum Blika til að mæta út Nes á morgun enda gaman að sjá unga og efnilega Blika spreyta sig í alvöru leik.

Tölfræðibankinn er alveg tómur því þetta er fyrsti leikurinn við KRÍA, og fyrsti opinberi leikur okkar á Valhúsavelli.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka