BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kolbeinn Þórðarson til reynslu hjá Bröndby

30.11.2017
Kolbeinn Þórðarson hefur undanfarna daga verið til reynslu hjá danska toppliðinu Brøndby. Þar hefur hann æft með U19 ára liði félagsins en þetta er í annað sinn sem hann fer til Brøndby síðan tímabilinu lauk hér heima.
 
Fyrr í vikunni lék Kolbeinn með varaliði Brøndby þegar það mætti Lyngby í deildakeppni dönsku varaliðanna.
 
Kolbeinn var í byrjunarliði Brøndby sem tapaði leiknum 6-2. Þess má geta að fyrrum landsliðsmaðurinn Hallgrímur Jónasson var í byrjunarliði Lyngby í leiknum. Þrátt fyrir tap fær Kolbeinn mikið lof fyrir frammistöðu sína á vefmiðlum félagsins.
 
Kolbeinn, sem er fæddur árið 2000, hefur leikið 9 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks, þar af 7 leiki í Pepsi deildinni á liðnu sumri. Þá hefur hann spilað 7 leiki fyrir U17 ára landslið Íslands.
 
Ljóst að framtíðin er björt hjá þessum efnilega leikmanni.

Til baka