BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kolbeinn framlengir við Breiðablik

30.01.2019

Knattspyrnumaðurinn öflugi Kolbeinn Þórðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks og er nú samningsbundinn til næstu tveggja ára. Kolbeinn er mjög leikinn, áræðinn og útsjónarsamur miðjumaður og er þegar kominn 33 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks þrátt fyrir að vera einungis 18 ára. Hann kom gríðarlega sterkur inn í liðið í sumar og spilaði alls 16 leiki í deild og bikar. Hann lék til að mynda bikarúrslitaleikinn gegn Stjörnunni á Laugardalsvelli í haust.

Frammistaða Kolbeins hefur vakið athygli erlendra liða í gegnum árin enda kom hann ungur inn í meistaraflokk Breiðabliks og hefur verið fastamaður í yngri landsiðum Íslands. Hann á að baki níu leiki með yngri landsliðum Íslands. Blikar vænta mikils af þessum öfluga leikmanni og hlakka til að sjá hann á vellinum í sumar.

Blikar.is óskar Kolbeini og öllum Blikum til hamingju með samninginn.
 

Til baka