BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kolbeinn framlengir

20.12.2018

Miðjumaðurinn kappsfulli Kolbeinn Þórðarson hefur framlengt samning sinn við Blika til ársins XX.

Kolbeinn, sem er ekki nema 18 ára gamall hefur samt sem áður verið viðloðandi meistaraflokk Breiðabliks í tvö ár.

Nokkuð erfið meiðsli og veikindi hafa samt hindrað hann í að stimpla sig inn í liðið af alvöru. En hæfileikarnir eru svo sannarlega fyrir hendi hjá honum enda hafa erlend lið verið að bera í hann víurnar.

Kolbeinn á samt að baki 31 leik með meistaraflokki Breiðabliks. Hann á líka að baki 7 leiki um U-17 ára landsliði Íslands.

Það verður gaman að fylgjast með þroska þessa mikla baráttuspilara næstu árin.

Kolbeinn í leik gegn KR á Kópavogsvelli. Mynd: HVH

Til baka