BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik endurnýjar samninga

14.05.2013

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur endurnýjað samninga sína við fjóra leikmenn. Þeir eru: Sverrir Ingi Ingason, Andri Rafn Yeoman, Tómas Óli Garðarsson og Elfar Árni Aðlasteinsson.

Samningarnir eru allir til þriggja ára og eru þetta frábærar fréttir fyrir okkur Blika nú þegar Íslandsmótið er nýhafið. Allir eru þessir drengir búnir að standa sig frábærlega hjá félaginu eins og flestir sáu glöggt á sunnudaginn síðast liðinn.

Þeir félagar eiga samtals yfir 150 leiki fyrir félagið og Sverrir Ingi, Andri Rafn og Tómas Óli hátt í 40 landsleiki samtals en Sverrir hefur einmitt verið fyrirliði U21 landsliðsins.

Þá skrifaði félagið einnig undir samning við hinn unga og efnilega Viktor Karl Einarsson sem ýmis erlend lið hafa verið að renna hýru auga til undanfarið.

Á mynd talið frá vinstri: Bjarni Bergsson formaður meistaraflokksráðs karla, Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði, Elfar Árni Aðalsteinsson, Sverrir Ingi Ingason, Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Andri Yeoman, Tómas Óli Garðarsson, Viktor Karl Einarsson og Ólafur Helgi Kristjánsson aðalþjálfari meistaraflokks karla.

Til baka