BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Kiddi framlengir!

24.08.2021 image

Knattspyrnumaðurinn fjölhæfi Kristinn Steindórsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðbliks til loka ársins 2023.

Kristinn sem er uppalinn Bliki hóf að leika með meistaraflokki Blika árið 2007 þá aðeins 17 ára gamall. Hann varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Blikum árið 2009 og 2010.

Árið 2011 hélt hann utan í atvinnumennsku og spilaði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Árið 2018 kom hann heim aftur en fór í rangt lið. Hann leiðrétti þau mistök í fyrra og hefur blómstrað undir stjórn Óskars Hrafns í Blikaliðinu.

Kiddi hefur spilað 181 mótsleiki í grænu treyjunni og skorað 58 mörk. Leikirnir í efstu deild eru 111 og mörkin hans í efstu deild eru orðin 45 enda er Kristinn markahæsti leikmaður meistaraflokks í í efstu deild og hann er hvergi nærri hættur. 

Það eru því ánægjuleg tíðindi fyrir Blika að Kristinn hafi framlengt samning sinn um tvö ár. 

image

Til baka