BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Keflavík – Breiðablik í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni á sunnudag kl.16:00

03.03.2019

Meistaraflokkur karla rúllar til SunnyKef á sunnudaginn til að etja kappi við lið Keflvíkinga 3. umferð Lengjubikarsins 2019. Leikurinn hefst kl.16:00 og verður sýndur á youtube rás Keflavík TV - fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Meira>

Strákarnir eru í efsta sæti riðils #4 með sex stig eftir 3:0 sigur á Gróttumönnum í 1. umf og 2:0 sigur á Reykjavíkur Víkingum í 2. umf. Keflvíkingar eru með fjögur stig í öðru sæti riðilsins eftir 2:0 sigur á Haukum í 1. umf og 2:2 jafntefli við FH í síðasta leik.

Keflavíkurliðið er sá andstæðingur sem Breiðablik hefur oftast keppt við í mótum frá stofnun knattspyrnudeildar Breiðabliks. Liðin eiga að baki 120 innbyrðis mótsleiki frá fyrsta leik liðanna árið 1957. Meira >

Innbyrðis viðureignir liðanna í Lengjubikarnum eru sjö. Blikar hafa unnið fimm viðureignir og Keflvíkingar tvær viðureignir. Meira>

Í 2. umferð unnu Blikar sannfærandi 2:0 sigur á Reykjavíkur Víkingum. Og Keflavík mætti FH-ingum í hörkuleik í Reykjaneshöllinni. Sá leikur endaði 2:2. Keflavík jafnaði leikinn með mörkum á 88. og 89. mín.

Leikur Breiðabliks og Keflavíkur og Breiðabliks verður í Reykjaneshöllinni klukkan 16:00 á sunnudaginn.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka