BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Karl til Víkinga

26.11.2021 image

Breiðablik og Víkingur hafa náð samkomulagi um varanleg félagaskipti Karls Friðleifs Gunnarssonar í Fossvoginn. Karl, sem spilaði sem lánsmaður hjá Víkingum síðastaliðið sumar, átti afbragðssumar með Fossvogsliðinu.

Hann spilaði nánast alla leiki Fossvogsliðsins sem varð eins og flestir muna bæði Íslands- og bikarmeistari karla árið 2021.  

Karl er fljótur bakvörður sem á sæti í U-21 árs landsliði Íslands. 

Karl spilaði 17 leiki með Blikaliðinu og á þar að auki að baki 28 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Blikar.is óska Karli Friðleifi velfarnaðar í Víkinnni og þakka honum fyrir skemmtilegar minningar í Blikabúningnum.

Til baka