BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Karl með þriggja ára samning við Blika

05.12.2017

Karl Friðleifur Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Hann er einungis sextán ára gamall, fæddur árið 2001 og er einn af efnilegustu leikmönnum félagsins.

Hann var lykilmaður í silfurlið  Blika í 3. flokki í sumar og spilaði einnig reglulega með silfurliði 2.flokksins.

Karl hefur leikið tólf U-17 ára landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk.

Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Blikaliðinu gegn KR á BOSE mótinu fyrir skömmu og stóð sig vel.

Það verður gaman að fylgjast með þessum sterka kantmanni næstu misserin.

Til baka