BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Karl Friðleifur leikur með Gróttu í sumar 

18.05.2020 image

Grótta hefur náð samkomulagi við Breiðablik um að fá Karl Friðleif Gunnarsson að láni fyrir átökin í Pepsi max deildinni í sumar.

Karl Friðleifur hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands í gegnum tíðina, en hann hefur leikið samtals 27 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 7 mörk. Karl steig sín fyrstu skref í efstu deild sumarið 2018 undir stjórn Ágústar Gylfasonar sem nú þjálfar Gróttu. Karl hefur nú alls leikið 14 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks.

Við hlökkum til að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í Pepsi-Max deildinni með Gróttu í sumar. Við fáum hann svo reynslunni ríkari aftur heim í Kópavoginn í haust.

Áfram Blikar, alltaf, allls staðar!

image

Til baka