BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Karl Friðleifur lánaður í Víking R.

04.02.2021 image

Knattspyrnumaðurinn efnilegi Karl Friðleifur Gunnarsson hefur verið lánaður í Víking R. út þessa leiktíð. Karl sem verður tvítugur á þessu ári er öskufljótur kantmaður en hefur einnig leikið í bakverði. Hann spilaði að láni hjá Gróttu í PepsiMaxdeildinni síðasta sumar og var einn besti leikmaður liðsins. Karl skoraði meðal annars sex mörk í deildinni og var markahæsti leikmaður Gróttuliðsins.

Karl á að baki 17 mótsleiki með Breiðabliki og hefur hann spilað 27 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 7 mörk.

Ljóst er að Karl Friðleifur mum styrkja lið Víkings. Við óskum Karli velfarnaðar í Fossvoginum í sumar. Hlökkum til að fá hann reynsluni ríkari til okkar aftur næsta haust.

image

Til baka