BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

KA - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 23. júlí kl. 17:00

21.07.2017

Blikar hafa ekki spilað síðan 9. júlí en nú er loksins er komið að leik í PEPSI þegar strákarnir okkar fá verðugt verkefni gegn KA-mönnum á Akureyri á sunnudaginn kl. 17.00.

KA-menn sitja í 5. sæti deildarinnr með 15 stig og hafa sýnt að það er engin tilviljun að þeir eru komnir aftur á meðal hinna bestu.

Blikastrákarnir, núna í 9. sæti með 12 stig, hafa hins æft mjög vel að undanförnu og eru fullir sjálfstraust. Við misstigum okkur gegn KA í fyrsta leik í vor en ætlum ekki að láta það gerast aftur!

Heilt yfir er tölfræðin Blikum í hag ef við skoðum alla mótsleiki liðanna frá upphafi. Leikirnir eru samtals 34 í öllum mótum frá upphafi. Blikar hafa yfirhöndina með 22 sigra gegn 9 tapleikjum, jafnteflin eru 3.

Blikar unnu fyrsta opinbera mótsleik liðanna á Akureyravelli. Leikurinn var í gömlu 1. deildinni 8. júlí 1978.

Það eru 25 ár síðan liðin léku síðast í efstu deild á Akureyravelli. Leikurinn fór fram 29. ágúst 1992 og vannst 1-2 með 2 mörkum frá Grétari Má Steindórssyni. Ormarr Örlygsson skoraði mark KA.

Leikir Blika gegn KA í efstu deild á Akureyrarvelli eru 6: 4 sigrar og 2 töp.

Góðar tengingar verið milli liðanna í gegnum árin. Núna eru þrír fyrrverandi leikmenn Breiðabliks að spila og starfa með KA-liðinu. Þetta eru þeir Guðmann Þórisson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Þar að auki er framkvæmdastjóri KA, Sævar Pétursson, fyrrverandi leikmaður hjá Blikum.

Svo má ekki gleyma því að bræðurnir og Stór-Blikarnir Einar, Hinrik og Þórarinn Þórhallssynir (Huldusynir) hafa allir leikið með báðum liðum. Einar 1979, Þórarinn (Tóti) 1983/1984 og Hinrik lék yfir 100 leiki með KA á árunum 1981 til 1987. Smella hér til að sjá viðtal úr safni við þá bærður.

Við hvetjum alla Blika til að fjölmenna norður á sunnudaginn. Þetta verður hörkuleikur, spáin mjög góð þannig að allar ytri aðstæður gefa tilefni til bjartsýni.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka