BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

KA - Breiðablik í PEPSI sunnudaginn 1. júlí kl.16:00!

28.06.2018

Blikar hafa ekki spilað í PEPSI síðan gegn Fylki á Kópavogsvelli 13. júní. Nánar um þá viðureign hér.

Lið Blika nýtti landsleikjahléð í undirbúning og æfingar fyrir mikilvægan leik gegn Valsmönnum í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 2018. Leikið var á Origo-vellinum á mánudaginn var. Blikar unnu leikinn 1:2 með glæsilegu sigurmarki í uppbótartíma. Liðið er því komið áfram í undanúrslit. Nánar um leikinn gegn Val hér.

En PEPSI deildin aftur komin í gang. Strákarnir okkar fá mjög krefjandi verkefni á sunnudaginn þegar þeir mæta spræku liði KA-manna á Akureyravelli kl.16.00.

Staðan

Blikar eru nú 3. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 9 leiki; 2 stigum á eftir Stjörnunni í 2. sæti og 4 stigum á eftir toppliði Vals, en lið Stjörnunnar og Vals eru bæði búin með 10 leiki.

KA-menn eru í 10. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 9 leiki, en geta náð 7. sæti með sigri á Akureyrarvelli á sunnudaginn.

Tölfræði

Heilt yfir er sagan Blikum í vil þegar úrslit allra mótsleiki liðanna er skoðuð. Leikirnir eru samtals 36 í öllum mótum frá upphafi. Blikar hafa yfirhöndina með 23 sigra gegn 9 sigrum KA, jafnteflin eru 3.

Blikar unnu fyrsta opinbera mótsleik liðanna á Akureyrarvelli 0:3 þann 8. júlí árið 1978.

Þegar flautað var til leiks liðanna á Akureyrarvelli 23. júlí í fyrra voru 25 ár liðin frá síðasta leik liðanna á Akureyri í efstu deild. Leikurinn í fyrra var mikill markaleikur sem endaði með 2:4 sigri Blika.

Leikir Blika og KA í efstu deild á Akureyrarvelli eru 7. Blikar hafa sigrað 5 leiki og KA 2 leiki.

Sögustund

Góðar tengingar hafa verið milli liðanna í gegnum árin. Núna eru 3 fyrrverandi leikmenn Breiðabliks að spila og starfa með KA-liðinu. Þetta eru þeir Guðmann Þórisson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson. Einnig er  framkvæmdastjóri KA, Sævar Pétursson, fyrrverandi leikmaður Blika með 119 mótsleiki og 23 mörk.

Svo má ekki gleyma því að bræðurnir og Stór-Blikarnir Einar, Hinrik og Þórarinn Þórhallssynir (Huldusynir) hafa allir leikið með báðum liðum. Einar 1979, Þórarinn (Tóti) 1983/1984 og Hinrik lék yfir 100 leiki með KA á árunum 1981 til 1987. Hægt að smella hér til að sjá viðtal úr safni við þá bærður.

Leikurinn

Við hvetjum að sjálfsögðu alla Blika til að mæta og styðja strákana til sigurs. Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt norður á sunnudaginn þá ætla Blikaklúbburinn og blikar.is að skipuleggja hitting í veitingasalnum á 2. hæð stúkunnar á Kópavogsvelli á sunnudag kl.16.00 til að horfa á leikinn. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og er þetta opið fyrir alla Blika!

Leikurinn er á Akureyrarvelli og hefst leikurinn kl.16:00!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka