BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Jonathan Glenn til Blika!

26.07.2015

Knattspyrnudeild Breiðabliks og ÍBV hafa náð samkomulagi um leigu á framherjanum Jonathan Ricardo Glenn út þetta keppnistímabil.  Samningur gengur út á að Breiðablik leigir Glenn af ÍBV með forkaupsrétti Blika að honum í haust.  Glenn sem er 27 ára gamall framherji frá Trinidad og Tobago hefur spilað með Eyjaliðinu undanfarin tvö ár. 

Glenn var næst markahæsti leikmaður Pepsí-deildarinnar í fyrra með 12 mörk og hefur skorað 4 mörk í ár. Hann er nýkominn til baka til Ísland eftir að hafa spilað með landsliði þjóðar sinnar á Gold Cup keppninni í Ameríku.

Blikar fagna þessum tíðindum enda er Glenn gríðarlega sterkur leikmaður.

Til baka