BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Jökull skrifar undir

11.10.2010

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Jökull Elísabetarson var að ganga frá nýjum 3 ára samningi við knattspyrnudeild Breiðabliks.Jökull kom til okkar síðasta haust og það er skemmst frá því að segja að hann sló svo sannarlega í gegn í sumar. Hann var einn besti leikmaður Blikaliðisins og reyndar Pepsí-deildarinnar í heild. Það kom því ekki á óvart að hann var valinn ,,leikmaður leikmannanna” á uppskeruhátíð knattspyrnudeildarinnar í haust. Jökull hefur nú framlengt samning sinn og lofar þessi samningur góðu fyrir áframhaldandi góðan árangur Blikaliðsins næsta sumar. Blikaklúbburinn fagnar þessum samningi og vonar að Jökull verði áfram lykilmaður í liðinu.

Til baka