BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ismar Tandir yfirgefur Blika

10.07.2015

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ismar Tandir hafa komist að samkomulagi að rifta samningi leikmannsins við deildina. Ismar heldur af landi brott í dag. Ismar Tandir er fæddur í Þýskalandi en ólst að mestu leyti upp í Bandaríkjunum. Foreldrar hans eru hins vegar frá Bosníu og hefur Ismar leikið með U-21 árs liðið Bosníu. 

Ismar er drengur góður, féll vel inn hópinn en náði ekki að vinna sér sæti í meistaraflokksliði Breiðabliks. Hann lék í heild 8 leiki fyrir meistaraflokkinn og skoraði 1 mark.

Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar Ismar Tandir alls hins besta á nýjum slóðum.

Til baka