BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ismar Tandir semur við Blika

12.03.2015

Bosníski U-21árs landsliðsmaðurinn Ismar Tandir hefur gert 2 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann hefur dvalið við æfingar og keppni hjá Blikaliðinu undanfarnar tvær vikur og nú hefur verið gengið frá samningi við hann.

Ismar sem 20 ára gamall er 196 cm hár framherji. Ismar, gjarnan kallaður "Izzy", er fæddur í Þýskalandi en ólst upp í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars verið á mála hjá yngri liðum Red Bull og varaliði Sochoux í Frakklandi.

Ismar hefur spilað með öllum yngri landsliðum Bosníu enda eru foreldrar hans þaðan. Hann er stór og sterkur og verður gaman að sjá hvernig hann á eftir að standa sig með Blikaliðinu.

Til baka