Ísland-Tékkland í U21 árs-leikur í dag kl.16.00!
23.09.2022/2022/Aðal_600_400.jpg)
Í dag spilar ungmennalandslið okkar U-21 árs í knattspyrnu mjög mikilvægan umspilsleik við Tékka um laust sæti í úrslitakeppni EM. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni verður í Tékklandi í næstu viku. Það skiptir því miklu máli að ná í góð úrslit hér heima.
Blikar eru mjög áberandi í þessu landsliði og eru hvorki fleiri né færri en 9 af 22 manna hóp núverandi eða fyrrverandi leikmenn Blikaliðsins:
Það er því mjög viðeigandi að þeir þrír leikmenn sem eru valdir til að vera á auglýsingaplakatinu eru allir fyrrverandi leikmenn Blikaliðsins. Þetta eru þeir Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og Kristian Nökkvi Hlynsson.
Allir á völlinn í dag til að styðja strákana okkar til sigurs!