BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ingi Óli skrifar undir þriggja ára samning.

22.10.2013

Breiðablik og Ingiberg Ólafur Jónsson hafa komist að samkomulagi um nýjan þriggja ára samning.

Ingiberg, betur þekktur sem Ingi Óli, er uppalinn Bliki og hefur hann verið hluti af geysisterkum og sigursælum árgangi drengja fæddir 1995.

Hann á að baki 4 leiki með U-17 ára landsliði Íslands. Ingi Óli spilaði með 2. flokki karla framan af síðasta sumri en seinni hluta sumars var hann lánaður til 1. deildar liðs Þróttar þar sem hann kláraði mótið í vörn liðsins.

Breiðablik gerir miklar væntingar til þessa sterka varnarmanns en hann hefur æfingar 2. nóvember með meistaraflokki karla þegar þeir byrja aftur eftir smá hlé. 

Áfram Breiðablik!

Til baka