BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Tokic fær leyfi til að ræða við önnur lið

12.06.2018

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur ákveðið að gefa Hrvoje Tokic leyfi til að fara frá félaginu og leita sér að nýju liði.

Tokic, sem er 27 ára gamall kom frá Víking Ólafsvík árið 2017, hefur fengið fá tækifæri með Blikaliðinu í ár.

Hann hefur leikið á Íslandi síðan 2015 og á að baki 29 leiki í deild og bikar með Ólafsvíkurliðinu þar sem hann skoraði 21 mark í 29 leikjum. Tokic hefur leikið 33 mótsleiki með Breiðabliki og skorað í þeim 11 mörk.

Þá er leikmaður frá Danmörku í skoðun hjá félaginu og mun það koma í ljós á næstu dögum hvort hann gengur í raðir Blika þann 15. júlí þegar leikmannaglugginn opnar aftur.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Til baka