BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Höskuldur semur til 5 ára

02.02.2015

Knattspyrnumaðurinn ungi og efnilegi Höskuldur Gunnlaugsson hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Höskuldur sem er fæddur árið 1994 spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Blikum árið 2011.

Árin 2012 og 2012 átti Höskuldur við töluverð meiðsli að stríða en lék þá nokkra  leiki með Augnablik í 3. deildinni.

Hann kom síðan sterkur inn í meistaraflokkinn í fyrra og lék þá 15 leiki í Pepsí-deildinni.

Höskuldur hefur nú verið valinn í æfingahóp fyrir U-21 árs landsliðið og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leikni sína og kraft.

Blikar fagna því að þessi skemmtilegi leikmaður hafi ákveðið að gera langtímasamning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Það verður gaman að fylgjast með Höskuldi í framtíðinni.

-AP

Til baka