BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Höskuldur heim!

22.01.2020

Breiðablik hefur gert 3ja ára samning við Höskuld Gunnlaugsson. Höskuldur sem er 25 ára gamall er uppalinn Bliki en hann á að að baki 139 leiki með félaginu og hefur skorað í þeim 33 mörk.

Höskuldur sló skemmtilega í gegn með Blikaliðinu árin 2016 og 2017 en um mitt sumar 2017 var hann seldur til Halmstad BK í Svíþjóð.

Breiðablik fékk Höskuld á láni síðasta sumar þar sem hann stóð sig frábærlega en hann spilaði nánast alla leiki Blikaliðsins og skoraði 14 mörk í öllum keppnum.

"Við erum afskaplega ánægðir að fá Höskuld í okkar raðir. Hann hefur sýnt það að hann er algjör lykilmaður í liðinu, mikill karkater og frábært fordæmi fyrir yngri leikmennina." segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari.

Koma Höskuldar eru frábærar fréttir fyrir stuðningsmenn og Blikaliðiðið en frammistaða hans skilaði sér í sæti í íslenska A-landsliðinu á dögunum þar sem hann átti mjög góðan leik.

Velkominn heim Höskuldur!

Til baka