BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hlynur Örn lánaður í Grindavík

15.05.2016

Markvörðurinn efnilegir Hlynur Örn Hlöðversson hefur verið lánaður í Grindavík. Suðurnesjapiltarnir voru með markvörð á láni frá Val en hann hefur verið kallaður til baka á Hlíðarenda. Hlynur Örn fær því næg verkefni á næstunni en hann hefur verið á bekknum hjá meistaraflokki Blika í undanförnum leikjum.

Aron Snær Friðriksson kemur hins vegar til baka úr tímabundnu láni hjá Tindastóli. Þar hefur hann varið mark Sauðkrækinga í tveimur leikjum í bikarkeppninni. Fyrst í sigri  á Dalvík og svo naumu tapi gegn KA. Aron Snær verður því að öllum líkindum á bekknum á Íslandsmótinu hjá Blikum gegn Þrótti á þriðjudaginn.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka