BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hermann og Viktor Örn semja við Breiðablik

18.12.2013

Knattspyrnudeild Breiðablikis gekk nýlega frá samningum við Hermann Ármannsson og Viktor Örn Margeirsson til 3ja ára.

Báðir drengirnir eru uppaldir Blikar, fæddir 1994, en þeir gengu upp í meistaraflokk núna í haust.

Hermann er skæður og kraftmikill framherji en hann varð markahæsti leikmaður A-riðils hjá 2. flokki karla á Íslandsmótinu í sumar. Viktor er varnamaður og var fyrirliði 2. flokks karla síðasta sumar en flokkurinn varð Bikarmeistari en hlaut silfur á Íslandsmótinu.

Knatspyrnudeildin er afar ánægð með að hafa tryggt sér krafta þessa efnilegu pilta næstu 3 árin hið minnsta.

Áfram Breiðablik

Til baka