BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hausnum haldið herðunum á!  #ekkitapasér

14.05.2016
Sigur Blika á Víkingum síðasta föstudagskvöld var sanngjarn. Fyrir því má færa allmörg rök. Blikar voru meira með boltann, Blikar sköpuðu sér fleiri færi og skoruðu mark og héldu hreinu. Með sigrinum tyltu Blikar sér í fimmta sætið í Pepsí deildinni. 
 
Byrjunarlið Breiðabliks: Gunnleifur Gunnleifsson (M) - Oliver Sigurjónsson - Damir Muminovic - Elfar Freyr Helgason - Arnþór Ari Atlason - Atli Sigurjónsson - Jonathan Glenn - Daniel Bamberg - Alfons Sampsted - Arnór Sveinn Aðalsteinsson (F) - Andri Rafn Yeoman.
 
Varamenn: Hlynur Örn Hlöðversson (M) - Höskuldur Gunnlaugsson - Davíð Kristján Ólafsson - Guðmundur Atli Steinþórsson - Viktor Örn Margeirsson - Ellert Hreinsson - Gísli Eyjólfsson
 
Leikskýrsla KSÍ.
 
Blikar skoruðu snemma í fyrri hálfleik og var þar að verki Atli Sigurjónsson með skalla eftir góða sending frá Andra Rafni.  Jonathan Glenn var kominn aftur í byrjunarliðið eftir tveggja leikja bann og ógnaði hann mikið með hraða sínum og snerpu. Langar mig líka sérstaklega að hrósa vinstri bakverði okkar Alfons Sampsted, hann stóð sig virkilega vel og býr yfir virkilega góðri boltatækni og mikilli yfirvegun. Andri Rafn Yeoman stóð sig líka afskaplega vel.
 
Um miðjan fyrri hálfleik kom upp atriði sem átti eftir að draga dilk á eftir sér.
 
Gary Martin fékk sending fram á völlinn og féll hann til jarðar er hann var að komast  einn í gegn. Dómari leiksins dæmdi ekki, en Gary taldi á sér brotið og gerðu Víkingar aðsúg að dómara leiksins, og endaði það með því að fyrirliði Vikinga, Viktor Bjarki, fékk gult spjald fyrir mótmæli.
 
Blikar fengu boltann í kjölfarið og hófu uppspil frá eigin vítateig og virtist sem Viktor Bjarki, fyrirliði Víkinga, væri ekki búin að ná tökum á sér því að hann bæði togaði í treyju leikmanns Breiðabliks áður en hann sparkaði aftaní hann og uppskar seinna gulaspjalið sitt nokkrum sekúndum eftir það fyrra.  Þar með voru Víkingar orðnir manni færri og mikið eftir af leiknum. Víkingarir létu þetta farið mikið í taugarnar á sér og reyndi dómari leiksins að ná tökum á leiknum með þvi að veita ansi mörgum leikmönnum áminningu. Vissulega er gott og gilt að leikmenn hafi keppnisskap og láti vita þegar þeim finnst að sér vegið. Hins vegar gerir maður meiri kröfu til fyrirliða úrvalsdeildarliðs, og það að missa á sér hausinn svona einsog Viktor Bjarki gerði er nánast ófyrirgefanlegt. 
           
Þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var ég vitni að því þegar fullorðinn stuðningsmaður Víkinga ruddi sér leið neðst í stúkuna og varð sér til mikillar skammar þegar hann lét dómarana heyra það þegar þeir gengu til búningsklefa. Var þessi umræddi stuðningsmaður umkringdur ungum og saklausum stuðningsmönnum Víkinga #ekkitapasér!
           
Núna kunna einhverjir að segja að ég sé ekki hlutlaus í umfjöllun minni, en við Blikar erum ekki alveg saklausir sjálfir. Síðasti leikur á Íslandsmótinu í fyrra, talar sínu máli þar sem þjálfari okkar og líka besti leikmaðurinn okkar gerðu sig seka um dómgreindarleysi og voru reknir í sturtu af dómaranum.
           
Við vonum bara að allir læri af svona uppákomum, bæði við og andstæðingar okkar. Þetta er bara leikur, helvíti skemmtilegur leikur reyndar, og það gera allir mistök……dómarar líka!
 
Meira um leikinn hér.
 
Með vinsemd og virðingu,
Friðjón Fannar Hermannsson
#ekkitapasér

Til baka