BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Hákon Sverrisson ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks

18.08.2016

Hákon Sverrisson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks. Hann tekur við starfinu af Daða Rafnssyni og Kristófer Sigurgeirssyni sem sinntu starfinu á síðastliðnu keppnistímabili.

Hákon hefur starfað sem kennari og hefur hæstu gráðu menntunar frá KSÍ (UEFA A) og hefur verið einn af lykilþjálfurum barna- og unglingastarfsins hjá Breiðablik í fjölmörg ár með góðum árangri.

Þá lék Hákon 270 leiki fyrir Breiðablik á árum áður og skoraði í þeim 9 mörk.  Ekki skemmir það heldur fyrir að hann er af miklum Blikaættum en fjölskylda hans hefur verið á kafi í starfi fyrir félagið í áratugi J

Blikar.is býður Hákon hjartanlega velkominn til starfa en þakkar um leið  fráfarandi yfirþjálfurum kærlega fyrir þeirra framlag og vonandi fáum við að njóta krafta þeirra áfram við þjálfun hjá félaginu.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar

Til baka