BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gunnleifur og Andri Rafn í úrvalsliði

29.07.2016
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður og miðvallarleikmaðurinn Andri Rafn Yeoman voru valdir í úrvalslið 1-11 umferðar Pepsi-deildarinnar árið 2016.
 
Þetta var tilkynnt í síðasta þætti Pepsi-markanna á Stöð 2. Báðir leikmennirnir hafa staðið sig einstaklega vel á þessu tímabili þannig að útnefningin kemur ekki á óvart.
 
Flestir Blikar hefðu einnig átt von á því að annað hvort annar eða báðir að miðvörðum liðsins, Elfar Freyr Helgason og Damir Muninovic, hefðu einnig komist í þetta úrvalslið.
 
Blikaliðið er það lið í deildinni sem hefur fengið næst-fæst mörk á sig og einnig það lið sem hefur næst-sjaldnast haldið hreinu í deildinni. En dómurinn er falinn og honum verður ekki breytt.
 
Við gleðjumst því yfir árangri Gunnleifs og Andra Rafns og stefnum að því að eiga fleiri leikmenn í liði ársins þegar tímabilið verður gert upp í haust.
 
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka