BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gunnlaugur til Blika

17.07.2014

Unglingalandsliðsmaðurinn Gunnlaugur Hlynur Birgisson er kominn aftur í uppeldisfélagið sitt Breiðablik. Þessi efnilegi leikmaður hefur undanfarin tvö ár verið í herbúðum Club Brugge í Belgíu en ákvað að snúa aftur heim í Kópavoginn. Gunnlaugur sem er 19 ára gamall hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

Gunnlaugur er einn af hinum fjölmörgu leikmönnum fæddum árið 1995 sem hafa vakið hafa athygli erlendra liða.  Hann er stór og sterkur miðjumaður og mun koma með nýja vídd inn í miðjuspil Blikanna

Breiðablik býður Gunnlaug velkominn aftur í Kópavoginn!

Til baka