BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gunnlaugur kemur úr víking!

27.10.2015

Miðjumaðurinn stóri og sterki Gunnlaugur Hlynur Birgisson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársins 2018. Gunnlaugur sem er af hinum sterka 1995 árgangi spilaði fyrstu leiki Blikaliðsins í Pepsí-deildinni í ár en var síðan lánaður í Víking í Ólafsvík í 1. deildinni. Þar stóð hann sig afskaplega vel og var í byrjunarliði Ólafsvíkinga í nánast öllum leikjum í sumar. Víkingur vann, eins og flestir muna eftir, 1. deildina með miklum yfirburðum.

Gunnlaugur Hlynur á að baki 21 landsleik með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað 3 mörk í þeim leikjum.  Það verður gaman að sjá Gunnlaug Hlyn taka næstu skref á ferlinum enda er hann mjög fjölhæfur leikmaður

-AP

Til baka