BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gunnlaugur Hlynur til Ólafsvíkur

23.07.2015

Blikar hafa lánað miðjumanninn Gunnlaug Hlyn Birgisson til Víkings Ólafsvíkur út tímabilið.

Eftir gott undirbúningstímabil, og val í byrjunarliðið í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar auk þess að spila báða leiki Blika í Borgunarbikarnum, hefur Gunnlaugur ekki sýnt nægjanlega mikið til að fá tækifari í liðinu.

Gunnlaugur kom heim frá Club Brügge um mitt síðasta sumar en hann var á mála hjá belgíska liðinu um tveggja ára skeið.

Sjá nánar um leikjaferil Gunnlaugs hér.

Víkingur er í 2. sæti 1. deildar, aðeins stigi á eftir toppliði Þróttar.

Til baka