BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gunnlaugur Hlynur skrifar undir hjá Blikum

23.01.2015

Gunnlaugur Hlynur Birgisson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið sitt Breiðablik. Gunnlaugur Hlynur sem er fæddur árið 1995 kom til félagsins í haust eftir að hafa leikið með unglingaliðum Club Brugge í Belgíu undanfarin ár. Hann á 21 leik að baki með yngri landsliðum Íslands og hefur skorað í þeim þrjú mörk.

Breiðablik býður Gunnlaug velkominn heim og væntir mikils af honum í framtíðinni.

Til baka