BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gunnlaugur Hlynur og Ósvald Jarl til Fram á láni

01.04.2016
Tveir af hinum ungu og efnilegu leikmönnum Blika Ósvald Jarl Traustason og Gunnlaugur Hlynur Birgisson hafa verið lánaðir til Fram.  
 
Gunnlaugur Hlynur mun spila með Fram sinn fyrsta mótsleik um helgina.
 
Ósvald Jarl fær hins vegar ekki leikheimild fyrr en eftir helgi þar sem hann var lánaður til Vestra 4. mars og þarf að líða amk einn mánuður áður en hægt er að kalla hann til baka þaðan.
 
Báðir eru leikmennirnir fæddir árið 1995 og eiga fjölda landsleikja með yngri landsliðum Íslands að baki. Ósvald á 24 leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðinu og Gunlaugur Hlynur á 21 landsleik að baki fyrir sömu lið.
 
Við óskum þessum heiðursmönnum góðs gengis og vonandi mæta þeir tvíefldir til baka þegar þar að kemur.

Til baka