BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gunnar Geir með 3 ára samning

07.12.2016

Knattspyrnudeild Breiðabliks heldur áfram að gera samning við efnilega leikmenn úr 2.flokki.

Gunnar Geir Baldursson hefur skrifað undir þriggja ára samning við deildina. Hann er sterkur og öflugur 18 ára gamall hægri fótar miðjumaður og var einn af lykilmönnum í  Íslandsmeistaraliði 2. flokks síðasta sumar þar sem hann lék sem fremsti miðjumaður. Gunnar er leikmaður sem farið  getur fram úr mörgum leikmanninum á viljanum og metnaðinum.  Hann er góður skotmaður með góðar langar spyrnur. 

Fyrir þá sem hafa gaman af Blikaættfræði þá er vert að geta þess að Gunnar Geir og Haukur Baldvinsson, fyrrum leikmaður meistaraflokksins, eru systrasynir. Og báðir eru þeir drengir góðir!

Blikar óska Gunnari Geir til hamingju með samninginn og hlakka til að sjá hann eflast og vaxa á komandi árum.

Til baka