BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðmundur Kristjánsson fer ekki til Noregs

17.01.2012

Vegna misvísandi skilaboða og greinilegrar óeiningar innan stjórnar Odd Grenland hefur landsliðsmaðurinn Guðmundur Kristjánsson afráðið að þiggja ekki boð frá Odd Grenland um að fara til reynslu til þeirra. Odd Grenland hafði leitað eftir því við Guðmund og Breiðablik um að hann kæmi til þeirra í nokkra daga til reynslu. Samskipti forsvarsmanna Odd Grenland við umboðsmann Guðmundar og við Breiðablik voru hins vegar með þeim hætti að afráðið er að Guðmundur mun ekki fara utan að svo komnu máli.

Áfram Breiðablik!

Til baka