Gummi Bö kveður Blika
26.09.2019Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur ákveðið að söðla um og hætta í herbúðum okkar Blika.
Guðmundur Böðvar eða Gummi Bö eins og hann er yfirleitt kallaður kom til okkar frá Skagamönnum í fyrra og hefur leikið 21 leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks.
Þótt Gummi Bö hafi ekki leikið marga leiki fyrir meistaraflokkinn þá spilaði hann mikilvægt hlutverk í halda saman keppnisandanum í liðinu. Hann er leiðtogatýpa og var sífellt hvetjandi hvort sem hann var inn á vellinum eða utan hans. Einnig var Gummi ætíð fremstur í flokki þegar eitthvað þurfti að gera félagslega eins og fjáraflanir og skipulagning utanlandsferða.
Takk fyrir góða viðkynningu og gangi þér vel í komandi verkefnum.