BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gummi Ben og Willum teknir við

04.06.2014

Guðmundur Benediktsson og Willum Þór Þórsson hafa nú tekið við þjálfun Blikaliðsins í meistaraflokki karla. Ólafur Kristjánsson hefur nú formlega látið af störfum og tekur við liði Nordsjælland um miðjan mánuðinn. Gumma og Willum bíður það verðuga verkefni að koma Breiðabliksliðinu almennilega í gang. Liðið hefur ekki enn unnið leik Í Pepsí-deildinni í ár og situr í næst-neðsta sæti í deildinni með 4. stig.

En ef við Blikar þekkjum þá félaga rétt þá ætla þeir sér örugglega að snúa þessu hratt og örugglega við. Bæði Arnór Aðalsteinsson og Ellert Hreinsson eru nú að koma til baka eftir meiðsli. Höskuldur hefur verið að koma sterkur inn í liðið og margir okkar leikmanna eiga mikið inni. Næsti leikur meistaraflokksins er gegn Fylki í Árbænum miðvikudaginn 11. júní. Þjálfarateymið og leikmennirnir hafa því nokkra daga til að stilla saman strengi. 

Það veður örugglega gaman í næsta leik hjá okkar mönnum.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka