BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðjón Pétur til Eyja

12.04.2021 image

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Eyjamenn hafa náð samkomulagi að miðjumaðurinn snjalli Guðjón Pétur Lýðsson muni hafa félagaskipti yfir í ÍBV.

Guðjón Pétur sem er 33 ára gamall er einn leikreyndasti leikmaður Pepsí-deildarinnar. Hann á að baki 319 leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim 63 mörk.

Drjúgan hluta þessara leikja hefur hann leikið með Blikaliðinu, eða 156 mótsleiki, en einnig hefur hann spilað með Haukum, Val, Stjörnunni og uppeldisliði sínu Álftanesi. Þar að auki lék hann eitt tímabil sem atvinnumaður með Helsingborg í Svíþjóð.

Það verður sjónarsviptir af Guðjóni Pétri enda er hann mikill karakter og mikilvægur einstaklingur bæði innan vallar sem utan. Blikar þakka honum fyrir ómetanlegt framlag til Blikaliðsins undanfarin ár og óska honum velfarnaðar á nýjum slóðum í Eyjum.

image

Til baka