BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðmundur í Selfoss

29.07.2014

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur lánað Guðmund Friðriksson í 1. deildarlið Selfoss. Á sama tíma hefur Hermann Ármannsson fært sig úr Gróttu í Ægi Þorlákshöfn á lánssamningi frá Blikum.

Guðmundur er 20 ára gamall og hefur leikið 3 leiki með meistaraflokknum í ár. Hann er fjölhæfur leikmaður og getur leikið hvort sem er á miðju, vörn eða úti á kanti. Guðmundur hefur leikið með U-19 ára og U-17 ára landsliði Íslands.

Hermann er einnig fæddur árið 1994. Hann er framlínumaður sem gefur aldrei tommu eftir í baráttu. Hermann hefur spilað 5 leiki með Gróttuliðinu í sumar og skorað eitt mark. Breiðablik sendir þessum leikmönnum baráttukveðjur og vonar að þeim gangi vel á nýjum slóðum.

Knattspyrnudeild Breiðabliks 

Til baka