BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðmundur Friðriksson til Þróttar R.

20.02.2018

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þróttur R. hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Guðmundar Friðrikssonar til Þróttar. Guðmundur hefur einnig gengið frá leikmannasamningi við Þrótt.

Guðmundur er 24 ára bakvörður og þekkir vel til Þróttar enda lék hann þar sem lánsmaður við góðan orðstýr sumarið 2016.

Guðmundur hefur verið lengi hjá Blikum en hann kom til félagsins árið 2009. Hann lék 64 leiki fyrir Breiðablik og skoraði 1 mark.

Við þökkum Guðmundi fyrir þann góða tíma sem hann átti hjá Blikum og óskum honum velfarnaðar á nýjum slóðum.

Til baka