BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðmundur Friðriksson lánaður í Þrótt

19.07.2016

Varnarmaðurinn snjalli Guðmundur Friðriksson hefur verið lánaður í Pepsí-deildarlið Þróttar í Reykjavík. Guðmundur sem er 22 ára gamall hefur spilað 42 leiki fyrir meistaraflokk Breiðabliks.

Hann á einnig 10 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Spilatími hans hefur verið takmarkaður á þessu tímabili og því varð að samkomulagi milli hans og þjálfaranna að

betra væri að hann færi að láni og fengi þannig að spila reglulega.

Guðmundur er drengur góður og óska allir Blikar honum velfarnaðar í Laugardalnum!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka