BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðmundur framlengir um 3 ár

05.05.2017

Bakvörðurinn snjalli Guðmundur Friðriksson hefur framlengt samning sinn við Blikaliðið um þrjú ár. Hann er því samningsbundinn okkur Blikum til ársins 2020.

Guðmundur er upphaflega frá Þorlákshöfn en kom til okkar í 3. flokki. Hann er fæddur árið 1994 og er nýorðinn 23 ára gamall.

Guðmundur á að baki  52 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og hefur skorað í þeim eitt mark. Í fyrra var hann lánaður í Þrótt R og spilaði með þeimátta leiki og skoraði  eitt mark. 

Guðmundur sem er fljótur bakvörður lék 10 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Blikar.is fagna þessari framlengingu og við hlökkum til að sjá hann vaxa og dafna á komandi árum.

Til baka