BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Uppfærð frétt: Guðmundur Atli í leyfi frá knattspyrnuiðkun

14.07.2016

Í kjölfar læknisrannsókna, sem UEFA gerir kröfu um að allir leikmenn undirgangist í tengslum við Evrópukeppnir sambandsins, var ákveðið að Guðmundur Atli Steinþórsson skyldi undirgangast frekari rannsóknir.

Það var hjartaómskoðunin hjá Guðmundi sem kom ekki nægilega vel út. Hann greindist með sjúkdómseinkenni sem þarfnast frekari skoðunar.

Því mun Guðmundur gera hlé á knattspyrnuiðkun þar til niðurstöður umræddra rannsókna liggja fyrir.

Knattspyrnudeild Breiðabliks sendir Guðmundi Atla baráttukveðjur og vonast til að sjá hann aftur á vellinum sem allra fyrst.

Til baka