BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Guðjón Pétur til liðs við Breiðablik

08.02.2013

Guðjón er 25 ára og hefur leikið lykilhlutverk með Val síðustu tvö ár en þá gekk hann í raðir félagsins frá Haukum.

Hann á að baki 123 leiki síðan hann hóf að leika í meistaraflokki sumarið 2006. Þá var hann leikmaður Hauka en hann hefur einnig leikið með Stjörnunni, Álftanes og Breiðablik.

Hann lék með Breiðablik í Lengjubikarnum árið 2007 og einn leik í Landsbankadeildinni það sumar. Hér er linkur í gott viðtal við Guðjón Pétur og síðuna hans á Blikar.is

Blikar.is býður Guðjón Pétur velkominn í Breiðablik - aftur!

Áfram Breiðablik!

Til baka