BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Glenn kemur aftur!

03.12.2015
Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að Jonathan Glenn hefur skrifað undir 2 ára samning við okkur Blika. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur enda var Glenn himnasending fyrir okkur síðasta sumar.
 
Glenn er 27 ára landsliðsmaður frá Trínidad og Tóbagó hefur verið einn af markahæstu leikmönnum Pepsídeildarinnar undanfarin tvö ár. Jonathan Glenn skoraði 8 mörk í 9 leikjum með Breiðabliki. Þar að auki er Glenn drengur góður sem féll vel inn í Blikahópinn. 
 
Nú er gaman að vera Bliki!

Til baka