BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gísli Páll til Þórs

19.03.2015
Knattspyrnudeild Breiðabliks og knattspyrnudeild Þórs hafa náð samkomulagi um félagaskipti Gísla Páls Helgasonar í Þór. Gísli Páll sem er uppalinn Þórsari kom til Blika árið 2012 og hefur spilað 55 leiki í deild og bikar fyrir félagið.
 
Hann er mjög öflugur varnarmaður og á 14 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.  Gísli Páll stundar nú nám í Bandaríkjunum og getur því væntanlega einungis spilað hluta af tímabilinu með sínu gamla liði. En þetta er samt mikil styrking fyrir Þórsliðið.
 
Gísli Páll er drengur góður og sendi knattspyrnueildinni eftirfarandi kveðju;
 
,,Ég vill nota tækifærið og þakka fyrir skemmtilegan og lærdómsríkan tíma hjá Breiðabliki, þar sem ég kynntist mikið af frábæru fólki sem starfar í kringum félagið.
 
Betri og vandaðri klúbb er erfitt að finna og ég óska þeim alls hins besta á komandi tímum, þar sem framtíðin er svo sannarlega björt! “

Til baka