BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gísli Páll og Sindri Snær skrifa undir 3 ára samning við Breiðablik.

18.12.2011

Gísli Páll Helgason varnarmaður frá Þór Akureyri skrifaði í dag undir 3 ára samning við Beiðablik. Gísli flytur suður um áramótin og hefur æfingar í byrjun janúar. Gísli Páll er tvítugur hægri bakvörður sem hefur spilað undanfarnar fimm leiktíðir með meistaraflokki Þórs. Hann hefur samtals spilað 95 leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Gísli hefur leikið 13 leiki með yngri landsliðum Íslans. Hann hefur einnig átt sæti í U21 árs landsliði Íslands. Hann lék 21 af 22 leikjum Þórs í úrvalsdeildinni síðasta sumar, alla í byrjunarliði.

Sindri Snær Magnússon miðjumaður hefur æft með Breiðabliki að undanförnu spilaði æfingaleik gegn FH um síðurstu helgi. Sindri Snær er fæddur árið 1992. Hann var fastamaður í ÍR liðinu og spilaði alla 21 leiki lisðsins í fyrstu deildinni í sumar.

Fyrr höfðu leikmennirnir Elfar Árni Aðalsteinsson og Viggó Kristjánsson gert 3 ára samning við Blika.

Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði þrettán mörk í 22 leikjum í annarri deildinni í sumar en hann lék bæði frammi hjá Völsungi sem og framarlega á miðjunni.  Samtals hefur Elfar Árni skorað 39 mörk með Völsungi síðan hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2006.

Viggó Kristjánsson er 18 ára gamall miðju- og sóknarmaður. Viggo hefur leikið 6 leiki um U-17 ára landsliði Íslands og 2 með U-19 ára liðinu. Hann var einn af lykilmönnum í Gróttuliðinu í sumar og lék alla leiki liðsins í 1. deildinni.

Við bjóðum þá alla velkomna í Kópavoginn.

Áfram Breiðablik!

Til baka